Menntaskóli Borgarfjarðar er nú ,,skóli á grænni grein“

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur nú gengið til liðs við verkefnið ,,Skólar á grænni grein„.  Með þátttöku í þessu verkefni á vegum Landverndar stefnir Menntaskóli Borgarfjarðar að því að auka þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Jafnframt vill Menntaskóli Borgarfjarðar stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.

Við vonumst til þess að allir sjái hag sinn í því að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Umhverfisnefnd hefur verið stofnuð innan skólans en við óskum eftir áhugasömum sem vilja starfa með okkur í henni, þetta á við nemendur, starfsfólk og foreldra. Áhugasamir gefi sig fram við Þóru Árnadóttur í skólanum eða thora@menntaborg.is.

Til þess að fá betri innsýn í fyrirhugað starf er bent á heimasíðu Landverndar – Grænfáni: .

http://www.landvernd.is/graenfaninn/ .

Allar ábendingar varðandi verkefnið eru vel þegnar ekki síst varðandi úrbætur á umgengni, góðum greinum eða ef þið vitið um einhverja sem vilja koma og auka þekkingu okkar með fyrirlestrum.

Nú þegar er ýmislegt farið af stað til úrbóta og við hlökkum  til að fá grænu tunnurnar frá sveitarfélaginu fljótlega til þess að endurvinnsluferlið verði enn betra.

Vonandi verðum við öll virkir þátttakendur og sjáum því til staðfestingar Græfánann blakta við hlið fána skólans með hækkandi sól.