Menntaskóli Borgarfjarðar er þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar er þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu.

Við hjá Menntaskóla Borgarfjarðar erum stoltir þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu. KOMPÁS er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri um miðlun hagnýtrar þekkingar. 

Með samstarfinu er búið að byggja upp verkfærakistu atvinnulífs og skóla. Verkfærakista sem fer sífellt stækkandi og inniheldur nú yfir 2.000 skjöl, reiknivélar, eyðublöð, gátlista, verkferla, handbækur og myndbönd, er styður við faglega stjórnun og starfsmannamál. 

Þátttaka í þessu einstaka þekkingarsamfélagi felur í sér fullan aðgang að verkfærakistu KOMPÁS á www.kompás.is og eru Guðrún Björg, Lilja og Helga með aðgang fyrir hönd skólans. 

Margir vinnustaðir miðla einnig af eigin fræðslu- og stuðningsefni inn í verkfærakistuna, sýna samfélagsábyrgð og hjálpa þannig öðrum vinnustöðum í íslensku atvinnulífi að ástunda vönduð vinnubrögð og faglega stjórnun. Enda er samstarf um miðlun þekkingar ávinningur allra og ástæðulaust að vera alltaf að finna upp hjólið.

Við hjá Menntaskólanum sjáum okkur hag af þátttöku í KOMPÁS samfélaginu, með því að gera góðan vinnustað enn betri.