Menntaskóli Borgarfjarðar og Þekking

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Árni Rúnar Karlsson viðskiptastjóri Þekkingar undir þjónustusamning. Í samningnum felst að Þekking mun sjá um allan daglegan rekstur tölvukerfis Menntaskóla Borgarfjarðar og vera skólanum til ráðgjafar varðandi tækniframfarir og notkun upplýsingatækni í kennslu og almennum störfum.

Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni en hjá fyrirtækinu starfa um 70 starfsmenn á tveimur starfsstöðvum á landinu, Akureyri og Kópavogi. Þekking býður uppá alhliða rekstrarþjónustu, kerfisveitu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt ýmsum sérlausnum, ráðgjöf og kennslu.

Þekking veitir einnig öfluga ráðgjöf varðandi upplýsingaöryggismál og hefur séð um verkefnastýringu og innleiðingu fjölda verkefna.

Við hjá Menntaskóla Borgarfjarðar erum spennt fyrir samstarfinu og höfum væntingar um framfarir í upplýsingatæknimálum.