Metfjöldi nemenda í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sú ánægjulega staða er í MB þetta skólaárið að þann  26. ágúst eru skráðir 205 nemendur í nám við skólann og þar af  57 nýnemar. Um er að ræða metfjölda í skráningum nemenda frá upphafi og mikil gleði yfir þessari frábæru aðsókn.

Um 30% nemenda er skráð í fjarnám við MB en  því miður þurfti að hafna einhverjum nemendum um skólavist þar sem margir áfangar voru orðnir fullsetnir.   Það er enn gleðilegra frá að segja að enn fjölgar staðnemum talsvert í námi í MB og er það sérstaklega ánægjulegt þar sem síðustu ár hefur það verið stefna skólans að styrkja staðnám.

Skólaárið hefst því af krafti og bjartsýni hér í MB.