Miðasala hafin á Litlu hryllingsbúðina

RitstjórnFréttir

Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina föstudaginn 16. nóvember næstkomandi.
Miða má panta í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á netfangið:
leikfelag@menntaborg.is.

Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni hafa staðið undanfarnar vikur. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason leikur Orra tannlækni og Egill Lind Hansson er í hlutverki Plöntunnar (Auðar 2). Á þriðja tug nemenda MB tekur þátt í uppfærslunni. Leikstjóri Litlu hryllingsbúðarinnar er Bjarni Snæbjörnsson.

Fyrirhugaðar sýningar eru:
Föstudaginn 16. nóvember – FRUMSÝNING – kl. 20:00
Þriðjudaginn, 20. nóvember – 2. sýning – kl. 20:00
Fimmtudaginn, 22. nóvember – Grunnskólasýning – kl. 20:00
Föstudaginn, 23. nóvember – POWERSÝNING – kl. 22:00

zp8497586rq