Mikill og góður áfangi í dag.

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Fyrsta kennslustund í STEAM áföngum skólans var klukkan 14:00. Allir nemendur skólans taka þrjá STEAM áfanga. En STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru samþættar og er eðli STEAM náms og kennslu að byggja á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum verkefni sem eru þverfagleg og geta byggt á áhugasviði nemenda sjálfra. Efnis þættir þessa fyrsta áfanga eru dagbók, visindi sköpun og samfélag, Tónlist og forritun og að loakum vinna allir nemendur sjálfstætt verkefni, þar sem nemendur velja sér viðfangsefni.  Kennslan fer fram i KVIKU – skapandi rými og kennarar áfangans eru Helena Guttormsdóttir – lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Kári Halldórsson – aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Valdís Sigurvinsdóttir – umsjónarmaður KVIKU, Signý Óskarsdóttir – verkefnastjóri skólaþróunar.

Virkilega spennandi tímar framundan!