Mjólk, kökur og vörðukaffi

Ritstjórn Fréttir

10647125_762044737187083_3679028109636005307_nNemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar bauð upp á ískalda mjólk og glóðvolgar kökur fimmtudaginn 18. september síðastliðinn. Þann dag var einmitt fyrsta varða vetrarins birt, nemendur fengu umsagnir kennara um stöðu sína í náminu og leiðbeiningar um framhaldið. En það voru ekki bara nemendur sem gerðu sér dagamun því Veronika sló upp vörðukaffi með tilheyrandi kræsingum á kennarastofunni. Þetta var skemmtileg tilbreyting og gæti vel orðið að fastri hefð í skólalífinu.