Mötuneytið

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Starfsemi mötuneytis hefur verið með hefðbundnu sniði nú á vorönn,

við getum skipt matsal í tvennt og því geta allir nemendur nýtt sér mötuneytið. Boðið er upp frían hafragraut alla morgna og um þriðjungur nemenda nýtir sér þann góða kost. Vaxandi fjöldi nemenda nýtir sér þann kost að vera í hádegis mat og velja þar með hollan og fjölbreyttan hádegismat.

Hér í MB líkt og annars staðar í samfélaginu má greinilega merkja aukna meðvitund nemenda um umhverfi sitt og hollan lífsstíl. Í ljósi þess var tekin upp sú nýbreytni í febrúar að  boðið er upp á grænmetisrétt tvisvar til þrisvar í hverri viku.  Nemendur hafa tekið vel í þessa nýbreytni og ljóst að framhald verður á þessu í einhverri mynd.

Við rekstur mötuneytis í MB hefur alla tíð verið lagt upp úr því að minnka matarsóun og því eru föstudagar, dagar þar sem boðið er upp á mat sem annars hefði getað farið til spillis.  Föstudagar eru því dagar minni matarsóunar okkur öllum til heilla!