Nám í alþjóðlegum menntaskóla

RitstjórnFréttir

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi.  Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku.

Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Umsækjandi þarf að hafa lokið einu ári í framhaldsskóla. Nánari upplýsingar má finna á vef skólans: http://www.uwc.org/

Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2014 – 2015. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Væntanlegur nemandi þarf sjálfur að greiða fargjöld og námsgögn.

Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfnagið postur@mrn.is í síðasta lagi 28. apríl næstkomandi.