Námsmatsdagur – vetrarfrí

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 25. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur geta þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda. Vetrarfrí verður svo dagana 28. og 29. október. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 30. október.