Námsmat í MB

Ritstjórn Fréttir

Fyrsta Varðan á þessari önn er í dag, 22. september, þar sem nemendur fá í hendurnar endurgjöf frá kennara í formi leiðsagnarmats. Námsmat í Menntaskóla Borgarfjarðar er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem lögð er áhersla á að fylgjast vel með námsframvindu nemenda og leiðbeina þeim meðan á námi stendur um hvað megi betur fara. Nemendur eru metnir jafnóðum allan námstímann með fjölbreyttum verkefnum og prófum og fá endurgjöf frá kennurum um stöðu sína fjórum sinnum á önn á svokölluðum Vörðum.