Námsmat og vetrarfrí

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Fimmtudagurinn 28. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

Föstudaginn 29. október verða nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í vetrarfríi. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 mánudaginn 1. nóvember og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag klukkan 9:00.