Nemendagarðar MB í gistiheimilinu við Borgarbraut

RitstjórnFréttir

Nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar stendur til boða að leigja herbergi á nemendagörðum að Borgarbraut 9 – 13. Leigutími á vorönn er frá 3. janúar til 10. maí. Leigutími á haustönn er frá 20. september og út önnina. Í boði eru tvær stærðir af einstaklingsherbergjum á 25.000 krónur og 30.000 krónur og tveggja manna herbergi á 20.000 krónur á mann. Nemendur eiga rétt á húsaleigubótum sem geta numið helming leigufjárhæðarinnar og því er raunverulegur kostnaður nemenda við leigu á bilinu 12.500 kr til 15.000 kr fyrir einstaklingsherbergi og 10.000 kr fyrir tveggja manna herbergi. Í herbergjunum eru rúm, skrifborð, stóll og fataskápur. Baðherbergi, eldhús og setustofa eru sameiginleg með öðrum. Aðgengi er að þvottaaðstöðu og nettenging er innifalin í leiguverði.

Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að leigja herbergi á nemendagörðum á vorönn 2013 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans fyrir 28. desember næstkomandi.

zp8497586rq