Nemendur í heilbrigðisfræði bjóða upp á dagskrá í tilefni hreyfiviku

RitstjórnFréttir

hreyfivikan-move-weekHreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um alla Evrópu dagana 29. september – 5.október nk. Hreyfivikan er hluti af herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 og að fólk finni þá hreyfingu sem hentar því. Hreyfivikan er almenningsíþróttaverkefni á vegum Ungmennafélags Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öll eru aðilar að ISCA.

Í tilefni af hreyfivikunni hafa nemendur Sólrúnar Höllu Bjarnadóttur í heilbrigðisfræði ákveðið að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til  þess að efla hreyfingu nemenda  og annarra íbúa Borgarbyggðar.

Dagskráin er svohljóðandi:

Mánudaginn 29. sept. kl. 15.45 kenna bræðurnir Stefnir og Styrmir Heian Shodan – kata í karate í hátíðasal skólans.

Mánudaginn 29. sept. kl. 18 standa Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Karlotta Scholl fyrir göngu/hlaupaferð. Mæting er við Hjálmaklett.

Þriðjudaginn 30. sept kl. 12 stýrir Kristófer Már Gíslason liðakeppni í körfubolta, tveir og tveir saman í liði. Skráning fer fram á netfanginu: kristofer-96@live.com

Miðvikudaginn 1. okt. kl.11:20 sér Harpa Bjarnadóttir um skotbolta fyrir nemendur MB. Leikið verður úti ef veður leyfir annars í hátíðarsalnum.

Fimmtudaginn 2. okt. kl.10:40 verður Gunnar Árni Heiðarsson með stinger keppni á körfuboltavellinum við hlið MB.

Föstudaginn 3. okt. kl. 12 sjá Sumarliði Páll Sigurbergsson og Áki Freyr Hafþórsson um blakmót fyrir nemendur MB. Fimm verða saman í liði og skráning fer fram á netfanginu: akifh12@menntaborg.is

Öllum er frjálst að taka þátt í þessum viðburðum.