
Nemendur í íþróttafræði 1ÞÞ06 við MB sáu um íþróttaskóla fyrir 2 – 6 ára börn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 26. október sl. Umsjón með tíma í íþróttaskólanum er hluti af verkefnavinnu nemenda í áfanganum. Tíminn tókst sérstaklega vel og og að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar kennara fóru allir glaðir og ánægðir heim jafnt menntaskólanemar sem börnin.