Nemendur í náttúruskoðun

RitstjórnFréttir

File_008

Nú er farið að vora og nemendur að ókyrrast í skólastofunum. Þá bregða kennarar á það ráð að fara út með nemendur. Alls staðar getum við fundið efni til að vinna með og læra af.  Í morgun fór Þóra Árnadóttir raungreinakennari með hóp nemenda sem eru í líffræði hjá henni út í náttúruskoðun. Krakkarnir skoðuðu fugla, plöntur og fleira. Gróðurinn er farinn að taka við sér og til dæmis fannst sæhvönn í fjörunni og nemendur höfðu sérstaka ánægju af að fylgjast með brandöndinni í fuglasjónaukanum.