Nemendur í tölfræði gerðu skoðanakönnun í samstarfi við SSV

Ritstjórn Fréttir

IMG_1843Nemendur í tölfræðiáfanga hjá Bjarna Þór Traustasyni gerðu á dögunum könnun á kauphegðun viðskiptavina í Nettó og Bónus. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sá um að búa til spurningalista en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar í rannsóknum á vegum samtakanna. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir viðskiptavini verslananna var hvaðan þeir kæmu og fyrir hve háa upphæð þeir versluðu.

Megintilgangurinn með verkefninu var að reyna að finna út hversu stórt hlutfall viðskiptavina kæmi úr Borgarbyggð, hvort verslanir á svæðinu þjóni fyrst og fremst nærumhverfinu eða hvort stór hluti innkomunnar sé hugsanlega frá fólki sem býr utan Borgarbyggðar.

10 hópar nemenda lögðu spurningarnar fyrir og þátttakendur voru 460 manns á öllum aldri. Nemendur kynntu síðan niðurstöður sínar fyrir samnemendum, skólastjórnendum og Vífli Karlssyni.