Föstudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Í framhaldi morgunverðarins fá nýnemar afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Einnig fá nemendur afhentar fartölvur.
Eldri nemendur koma til starfa sama dag kl. 13:00 og fá afhentar stundaskrár, fartölvur og önnur tilheyrandi gögn.