Stúdentsefni við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna ofbeldi í tölvuleikjum, notkun tölvuleikja í kennslu, fyrirbura, vaxtarrækt, Eiffel turninn, refsiramma fíkniefnalöggjafar o.fl. og o. fl. Nemendur munu kynna verkefni sín og svara fyrirspurnum á málstofu miðvikudaginn 9. október. Málstofan verður haldin á sal skólans og hefst kl. 11.20. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þennan áhugaverða þátt skólastarfsins eru boðnir velkomnir.