Kynning á lokaverkefnum

Nemendur kynna lokaverkefni sín

Ritstjórn Fréttir

Kynning á lokaverkefnum

Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar skrifa á lokaönn sinni í skólanum svokölluð lokaverkefni um viðfangsefni að eigin vali.

Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Tilgangur lokaverkefna er margþættur. Þau veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og hægt er að vinna lokaverkefni í tengslum við ýmsar stofnanir og jafnvel fyrirtæki. Einnig má hugsa sér að tengja viðfangsefnið áhugasviði eða námsbraut nemandans. Lokaverkefnin gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa nemendur í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða lausn viðfangsefna og undirbúa þá enn frekar undir háskólanám.

Nú standa yfir kynningar á lokaverkefnum sem unnin verða á þessari önn. Sex nemendur, þau Davíð Guðmundsson, Birgir Óskarsson, Þorvarður Andri Hauksson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Dagbjört Birgisdóttir og Eyrún Baldursdóttir kynntu verkefni sín á sal skólans á mánudaginn var og svöruðu spurningum viðstaddra. Næstu kynningar verða fimmtudaginn 14. mars og mánudaginn 18. mars. Öllum er frjálst að koma og fylgjast með kynningunum sem standa frá kl. 11:20 – 12:00 báða dagana.

zp8497586rq