Mynd frá Eiríksstöðum

Nemendur MB á ferð um Vesturland

RitstjórnFréttir

Mynd frá EiríksstöðumÞriðjudaginn 5. október fóru nemendur úr ferðamálafræði og rekstrarhagfræði í Búðardal. Í Búðardal heimsóttum við Mjólkursamlagið, gerðum verðkönnun í Dalakjör og svo að lokum fórum við á Eiríksstaði.

Á Eiríksstöðum fengum við að fara inní gamalt langhús, tók þar á móti okkur mjög skemmtilegur maður sem heitir Sigurður. Hann sagði okkur margar skemmtilegar sögur og fræddi okkur um Leif Heppna sem kom til Ameríku árið 1000 fyrstur allra. Hann fékk viðurnafnið Heppni vegna þess að hann bjargaði tveim drukknandi mönnum við Grænland. Á Eiríksstöðum skoðuðum við allskyns sverð, axir, hjálma og fl. Sigurður sagði okkur einnig frá samstarfsverkefni 10 staða á Vesturlandi sem ber nafnið Saga og Jökull. Verkefnið er svokallað gáttaverkefni sem er tveggja ára vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu, styrkt af iðnaðarráðuneyti, Ferðamálastofu og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, auk þess sem Háskólinn á Hólum er samstarfsaðili.

Á hverjum stað færðu eina sögu um ævintýri Sögu og Jökuls í möppuna þína og stimpil sem sannar að þú varst þarna líka. Þegar þú færð fimmta stimpilinn, færðu gjöf – og svo aðra gjöf þegar stimplarnir eru orðnir tíu.
Á stöðunum 10 á ævintýrakortinu er tekið sérstaklega vel á móti fjölskyldum og börnum. Á Eiríksstöðum í Dölum og í Landnámssetrinu í Borgarnesi er hægt að kynnast lífi víkinga eins og Agli Skallagrímssyni og Leifi heppna, sem fann Ameríku. Í heimsókn í Reykholt fær fjölskyldan innsýn í verk og starf Snorra Sturlusonar sem skrifaði Snorra-Eddu og heimili annars rithöfundar, Halldórs Laxness, að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Náttúran er í aðalhlutverki í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og í ævintýrasiglingum Sæferða. Á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði fá gestir að upplifa lífið á sveitabæ. Það opnast heill heimur og brúður lifna, í Brúðuheimum í Borgarnesi. Þá er ekki lítið ævintýri að heimsækja heim tröllanna í Fossatúni í Borgarfirði, eða skoða leikfangasafn með 50 ára gömlum leikföngum í Sögumiðstöðinni í Grunarfirði.

Sandra, Linda og Dísa