Nemendur MB í fremstu röð

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.