Nemendur MB í Háskólahermi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag og á morgun (2. – 3. feb) munu 9 nemendur úr MB taka þátt í Háskólaherminum sem fram fer í HÍ. Í Háskólaherminum gefst nemendum í framhaldsskólum tækifæri til þess að kynnast námsframboði Háskóla Íslands og vera þátttakendur í háskólasamfélaginu. Nemendur fá að heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða.