Nemendur MB í heimsókn á Bifröst

Ritstjórn Fréttir

20160519_123630Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar í lögfræði og hagfræði fóru í heimsókn á Bifröst til að skyggnast inn í líf háskólanema. Nemendur sátu málsvörn háskólanema sem er hluti af misserisverkefni fyrsta og annars árs nemenda á Bifröst. Verkefni sem nemendur MB sátu heitir: „Þarf að herða siðarreglur ráðherra sbr. hæfnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993?“. Virkilega áhugavert verkefni og þörf umræða sem nemendur MB höfðu bæði gagn og gaman af.