Daði Freyr og Sigrún Ósk

Nemendur MB í hópi bestu dansara

RitstjórnFréttir

Daði Freyr og Sigrún ÓskUm síðustu helgi voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í fimmta sinn.  Á leikunum var meðal annars keppt í dansi en auk þess  fór fram Íslandsmeistaramót í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð samhliða leikunum.

Í MB hefur skapast mikil dansmenning enda ekki langt fyrir nemendur að sækja danstíma þar sem Dansskóli Evu Karenar er starfræktur í sama húsi. Fjórir nemendur MB sem stunda nám í Dansskóla Evu Karenar tóku þátt í mótinu, þau Arnar Þórsson, Hera Hlín Svansdóttir, Daði Freyr Guðjónsson og Sigrún Rós Helgadóttir. Í flokki fullorðinna kepptu Erna Dögg Pálsdóttir og Ármann Hagalín Jónsson en Erna Dögg lauk stúdentsprófi frá MB síðastliðið vor.  Skemmst er frá því að segja að hinir borgfirsku dansarar stóðu sig með sóma og hafa skipað sér í raðir fremstu dansara í sínum flokkum.

Á myndinni eru Daði Freyr Guðjónsson og Sigrún Rós Helgadóttir.

zp8497586rq