Rödd þjóðarinnar tekin upp í MB

Nemendur og starfsfólk MB leggja rödd þjóðarinnar lið

RitstjórnFréttir

Rödd þjóðarinnar tekin upp í MBHalldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, er um þessar mundir að vinna að upptökum á lagi með kórnum en til nýmæla heyrir að stór hluti þjóðarinnar tekur undir í lokakafla lagsins. Að flutningi lagsins, sem nefnist Ísland, koma auk Fjallabræðra og hljómsveitar þeirra, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Unnur Birna Björnsdóttir sem syngur einsöng. Halldór Gunnar samdi lagið en textinn er eftir Jökul Jörgensen. Eftir að lagið fór að taka á sig mynd datt kórstjóranum í hug að fanga rödd þjóðarinnar í lokakafla lagsins. Hann hefur í því skyni farið víða um land og safnað fólki saman til að syngja. Að ferðalaginu loknu er hugmyndin að blanda saman öllum upptökunum til að mynda einn risastóran kór, rödd þjóðarinnar.

Í dag hafa staðið yfir upptökur í skólum á öllum skólastigum hér í Borgarfirði. Um þrjátíu manna hópur nemenda og starfsfólks Menntaskólans tók þátt í þessu skemmtilega verkefni og söng af hjartans lyst.

zp8497586rq