Miðvikudaginn 11. janúar síðastliðinn kom Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í heimsókn í félagsfræðitíma tilþess að kynna fyrir nemendum starfsemi Skessuhorns og starfs blaðamanna á blaðinu. Nemendurnir lærðu heilmikið af þessari heimsókn og vilja þakka Magnúsi kærlega fyrir fróðlega kynningu. Á næstunni muni nemendurnir síðan skrifa fréttir í Skessuhorn sem munu birtast á vef Skessuhorns og í blaðinu. Nemendurnir fengu sjálfir að velja sér umfjöllunarefni og hafa síðan þá unnið hörðum höndum við það að vinna fréttirnar. Þetta verkefni gefur góða innsýn inn í störf blaðamanna og fréttaritara og kemur því þeim nemendum sem hafa áhuga á blaðamennsku og fjölmiðlum mjög vel.