Elín Heiða og Angela

Nemendur starfsbrautar tóku þátt í stuttmyndakeppni

RitstjórnFréttir

Elín Heiða og AngelaÞann 21. mars síðastliðinn var haldin stuttmyndakeppni starfsbrauta. Að þessu sinni fór keppnin fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur starfsbrautar Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni og framlag þeirra var stuttmyndin Skipt um gír. Starfsbrautir flestra framhaldsskóla tóku þátt í keppninni en í ár voru það nemendur starfsbrautar Fjölbrautaskóla Vesturlands sem báru sigur úr býtum. Einnig voru skemmtiatriði og happdrætti og að lokum diskótek til miðnættis.

Fremst á myndinni má sjá þær Angelu og Elínu Heiðu, nemendur MB, með viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í keppninni.

zp8497586rq