Nemendur taka sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga

Ritstjórn Fréttir

IMG_0164Talsverður stjórnmálaáhugi er meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. 7 núverandi og fyrrverandi nemendur skólans eiga nú sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 31. maí næstkomandi.

Pétur Már Jónsson, nemandi við MB, skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokks. Þrír fyrrum nemendur MB eiga jafnframt sæti á listanum. Maren Sól Benediktsdóttir verkfræðinemi skipar 9. sæti, Íris Gunnarsdóttir viðskiptafræðinemi 12. sæti og Hildur Hallkelsdóttir kennaranemi 14. sæti.

Á lista Samfylkingar er að finna tvo fyrrum nemendur MB, þau Ingu Björk Bjarnadóttur listfræðinema sem skipar 9. sæti og Ólaf Þór Jónsson sálfræðinema sem skipar 14. sæti.

Á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, sálfræðinemi, í 8. sæti.

Sigríður Þorvaldsdóttir skipar svo 10. sæti á lista Framsóknarflokksins.