Nemendur úr MB fá úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB

RitstjórnFréttir

RIG2013 172Tilkynnt var um úthlutun úr afreksmannasjóði Ungmennasambands Borgarfjarðar, fyrir afrek á árinu 2013, á stjórnarfundi UMSB sem fram fór fyrir skömmu. Til úthlutunar úr sjóðnum voru 240.000 krónur. Styrkþegar að þessu sinni eru Arnar Þórsson fyrir dans, Benjamín Karl Styrmisson fyrir dans, Bjarki Pétursson fyrir golf, Bjarni Guðmann Jónsson fyrir badminton, Birgitta Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson fyrir dans, Helgi Guðjónsson fyrir ýmsar íþróttagreinar og Tinna Kristín Finnbogadóttir fyrir skák. Arnar Þórsson, Daði Freyr og Bjarki Pétursson stunda allir nám við MB.