Nemendur vinna verkefni í íþróttahúsi

RitstjórnFréttir

image(1)Hluti af námi í áfanganum íþróttafræði 3A06 felst í því að nemendur fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun einstaklinga í þreksalnum í íþróttahúsinu. Nemendur útbúa æfingaáætlun fyrir einstaklinginn og framkvæma æfingarnar með honum. Verkefnið tókst vel og voru bæði „þjálfarar“ og gestir íþróttahússins ánægðir. Á myndinni er Harpa Bjarnadóttir nemandi í MB ásamt ánægðum viðskiptavini.