Stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar hvetur nú nemendur til að skrá sig til þátttöku í söngkeppni skólans en sigurvegari hennar verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Tveir kennarar hafa skorað á nemendur að sýna nú hvað í þeim býr og þeir lofa að taka lagið á keppniskvöldinu ef nemendur koma með tíu atriði í keppnina.
Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn Vífilsson báru sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags MB á síðastliðnu ári. Úrsúla söng lagið Vor í Vaglaskógi og Valur lék undir á gítar.