Nóg að gerast í félagsgreinum MB

Ritstjórn Fréttir

Á dögunum fóru nemendur í stjórnmála- og uppeldisfræði í vettvangsferðir til Reykjavíkur. Á þriðjudag fóru nemendur í uppeldisfræði í heimsókn í RÚV í þeim tilgangi að ræða við stjórnendur Krakkarúv. Heimsóknin tókst vel og mikið var rætt um Krakkafréttir sem Borgnesingurinn Guðmundur Björn Þorbjörnsson stýrir ásamt öðrum. Heimsóknin tók svo óvænta stefnu þegar hópnum var smalað í upptöku af Stúdíó A þætti.

StudioA-17.11.15-small

Á miðvikudag fAlþingi nóv 2015ór síðan stjórnmálafræðihópur í miðbæ Reykjavíkur. Fyrst var komið við í húsnæði VG þar sem Bjarki Grönfeld, fyrrum nemandi í MB og núverandi ungliði hjá VG tók á móti hópnum ásamt Lárusi Ástmari Hannessyni, þingmanni VG. Að loknum hádegisverði tók við hraðstefnumót við þingmennina Katrínu Júlíusdóttur, Elsu Láru Arnarsdóttur og Vilhjálm Árnason, auk tveggja úr ungliðahreyfingum flokkanna. Í lokin var svo farið í skoðunarferð um Alþingishúsið ásamt því að ræða við Brynhildi Pétursdóttur, þingmann Bjartrar Framtíðar.

Ekki er öllu lokið í stjórnmálaumræðum því í vikunni koma fyrrum MB nemendurnir Jovana Pavlovic og Inga Björk Bjarnadóttir í heimsókn. Þær eru virkar í starfi VG og Samfylkingarinnar. Þessar heimsóknir eru afar skemmtilegar og fróðlegar fyrir nemendur og ekki er verra þegar MB-ingar eru farnir að láta til sín taka og geta frætt mannskapinn um störf sín.