Norskir kennarar í heimsókn í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag tóku nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar á móti 5 kennurum frá Nannestad Videregående skole sem er framhaldsskóli staðsettur í Noregi, ekki svo langt frá Osló. Norsku kennararnir vildu kynna sér starfshætti MB, ræða við kennara, hitta nemendur og kanna möguleika á samstarfi milli skólanna tveggja. Heimsóknin gekk vel og ákveðnar hugmyndir komu upp milli íslensku og norsku kennaranna um mögulegt samstarf sem verður skoðað betur á næstu mánuðum. Erlent samstarf er mikilvægt í menntaskólum og getan til að bjóða nemendum tækifæri á að taka þátt í slíkum verkefnum er nauðsynleg.