Norskir meistaranemar í heimsókn

RitstjórnFréttir

Fimm norskir meistaranemar í nýsköpunarmennt heimsóttu Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir stuttu ásamt kennara sínum. Norðmennirnir, sem allir eru framhaldsskólakennarar, komu hingað til lands meðal annars í þeim tilgangi að kynna sér nýsköpun í skólastarfi. Þeir stunda nám við Nordland háskólann í Bodö en skólinn tekur ásamt háskólanum í Umeaa í Svíþjóð og  menntavísindasviði Háskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni um frumkvöðlamennt og nýsköpun í skólastarfi. Að sögn vakti Menntaskóli Borgarfjarðar áhuga þeirra vegna þess að þar gegnir ný tækni mikilvægu hlutverki í skólastarfinu auk þess sem skólinn er í hópi yngstu framhaldsskóla landsins.

Norsku meistaranemarnir áttu viðtöl við skólameistara og kennara þar sem spurt var ítarlegra spurninga um skólann, sérstöðu hans og starfið sem þar fer fram. Auk þess tóku þeir þátt í kennslustundum í fjölmörgum námsgreinum.

zp8497586rq