Nútímalegt námsumhverfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Ný uppfærð kennslustofa í MB

MB er verkefnamiðaður skóli þar sem er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum. Því höfum við á undanförnum mánuðum verið að skoða möguleika á nýrri útfærslu á skólastofum skólans þ.e. húsgögnum og uppröðun þeirra.  Kennsluumhverfið þarf að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu t.d. hópavinnu, einstaklinsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við miðlun kennarans.  Rannsóknir sýna að nemendum líður betur í hlýlegu og notalegu námsumhverfi. Með það að leiðarljósi að nemendur eru ólíkir og mismunandi umhverfi og aðstaða hentar hverjum og einum þá var ákveðið, til að byrja með, að uppfæra eina kennslustofu.