Ný stjórn Leikfélags MB

RitstjórnFréttir

Ný stjórn Leikfélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir leikárið 2012 – 2013 hefur verið valin. Stjórnina skipa Ísfold Rán Grétarsdóttir, formaður, Rúnar Gíslason, varaformaður og Bjarki Þór Grönfeldt, meðstjórnandi. Fyrsta verkefni nýju stjórnarinnar verður, í samvinnu við Nemendafélag MB,  að velja leikrit og leikstjóra. Fyrirhugað er að setja upp leikrit í skólanum nú á haustönn og því er ljóst að stjórnin verður að hafa hraðar hendur við verkefnavalið.