Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2017 – 2018 fóru fram í dag. Nýju stjórnina skipa þau Dagbjört Diljá Haraldsdóttir formaður, Jarþrúður Ragna Jóhannsdóttir gjaldkeri, Sveinbjörn Sigurðsson skemmtanastjóri og Snæþór Bjarki Jónsson ritari.  Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans og stjórnenda hans auk þess sem hún ber hita og þunga af fjölbreyttu félagslífi í skólanum. Sem dæmi um viðburði sem NMB hefur staðið fyrir árlega má nefna nýnemaferð, Lazer Tag mót, West Side sem er íþróttakeppni og sameiginlegt ball þriggja skóla á Vesturlandi, árshátíð og vordaga. Auk þess aðstoðar nemendafélagið við uppsetningu leiksýningar sem Leikfélag MB stendur fyrir ár hvert.

Á myndina vantar Jarþrúði Rögnu.