Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2021 – 2022 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Daníel Fannar Einarsson formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir ritari, Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson skemmtanastjóri og Þórunn Sara Arnarsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.
