Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2023 – 2024 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Kolbrún Líf Lárudóttir formaður, Ólöf Inga Sigurjónsdóttir ritari, Edda María Jónsdóttir skemmtanastjóri og Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri . Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Erni Daða Arnberg Sigurðsson. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.