Ný sýn á Egils sögu

RitstjórnFréttir

Díana Brá og Hera Hlín á leið á sýninguNemendur í íslensku 304 sitja þessa dagana með sveittan skallann við lestur Egils sögu. Af því tilefni fór hópurinn ásamt Önnu Guðmundsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Landnámssetrið til þess að skoða Egilssýninguna svokölluðu. Á sýningunni  er efni Egils sögu komið til skila á nútímalegan hátt með aðferðum leikhússins og hjálp fjölda listamanna sem myndgerðu atriði sögunnar í tré.

Skemmst er frá því að segja að sýningin vakti mikla hrifningu nemenda og hafði einn þeirra á orði að hér eftir myndi lesturinn ganga enn betur þar sem hann sæi sögusviðið og persónurnar miklu betur fyrir sér en áður.

Nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar hefur um árabil verið boðið á sýninguna og eru forráðamönnum Landnámsseturs færðar bestu þakkir fyrir það; sem og Áslaugu Þorvaldsdóttur fyrir góðar móttökur.

Hér má sjá þær Díönu Brá Bragadóttur og Heru Hlín Svansdóttur fullar tilhlökkunar. Myndina tók vinkona þeirra Áslaug María Agnarsdóttir.

zp8497586rq