Nýnemadagur á miðvikudag

RitstjórnFréttir

IMG_0980Nýnemadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi. Byrjað verður á sameiginlegum morgunverði og síðan verður kennt til hádegis. Þá hefjast hátíðahöld til heiðurs nýnemum og verður margt til skemmtunar sem ekki verður upplýst hér. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. Kennsla verður með hefðbundnum hætti síðdegis fyrir þá nemendur sem ekki taka þátt í nýnemadeginum.