Nýnemar mættir til starfa

RitstjórnFréttir

Nýnemar mættu fullir eftirvæntingar í morgunverð með starfsfólki Menntaskóla Borgarfjarðar í morgun. Skólameistari bauð nýnema velkomna og talaði um þessi merku tímamót í lífi ungmennanna. Umsjónarkennarar hittu svo sína nemendur og fóru yfir helstu reglur skólans og kynntu skólastarfið fyrir nemendum. Fyrstu dagarnir munu fara í að kynnast þessu nýja umhverfi, læra á kennslukerfið og að setja sig í stellingar fyrir önnina. Við bjóðum nemendur velkomna til starfa og óskum þeim velfarnaðar í námi og daglegu lífi.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ljósmyndari: Þóra Árnadóttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ljósmyndari: Þóra Árnadóttir