Nýr skólameistari

RitstjórnFréttir

Kolfinna Jóhannesdóttir hefur verið ráðin skólameistari við skólann frá og með 1. ágúst nk.  Kolfinna er viðskiptafræðingur, með meistarapróf í hagnýtum hagvísindum frá Háskólanum á Bifröst og með diplóma í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundaði auk þess nám við London School of Economics and Political Science sumarið 2009.  Hún starfaði sem sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst á árunum 2006-2008. Kolfinna hefur víðtæka starfsreynslu innan stjórnsýslunnar, úr skólakerfinu, rekstri og almennum störfum á vinnumarkaði. Þá hefur hún reynslu af kennslu á öllum skólastigum. Kolfinna er í dag kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún er frá Krossnesi á Mýrum en hefur síðasta aldarfjórðung búið í Norðtungu í Þverárhlíð.

Heimild: Skessuhorn.is

zp8497586rq