Nýr skólameistari í MB

Ritstjórn Fréttir

Nýr skólameistari hefur verið ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af hefur hún við Háskólann á Bifröst, verið þar umsjónarmaður með ýmsum námsbrautum og kennt svo það helsta sé nefnt.