Nýr þýskukennari hefur störf við MB

Ritstjórn Fréttir

Frank Walter Sands hefur tekið að sér þýskukennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar á vorönn 2015. Frank er Bandaríkjamaður sem hefur búið á Íslandi um árabil. Hann hefur meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á ensku- og þýskukennslu og fullgild réttindi sem framhaldsskólakennari hér á landi. Hann hefur auk þess lokið meistaraprófum í viðskiptafræði og mannfræði og unnið fjölbreytt störf í tengslum við þær fræðigreinar. Frank tekur við þýskukennslunni af þeim Geirlaugu Jóhannsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur sem önnuðust hana á haustönn.