Nýtt húsnæði nemendagarða við Brákarbraut 8

Ritstjórn Fréttir

brakarbraut8Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð. Í hvorri íbúð eru tvö góð svefnherbergi. Gert er ráð fyrir að tveir nemendur geti verið saman í herbergi. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Leiguverð fyrir einstakling í tveggja manna herbergi er 30.000 kr og 25.000 kr fyrir minna herbergið. Í herbergjunum eru rúm, náttborð og fataskápar. Afnot af baðherbergi, eldhúsi og stofu eru sameiginleg. Nettenging er innifalin í verði. Skólinn hlutast til um að útvega fleiri herbergi ef þörf krefur.

Nemendur sem búa á nemendagörðum geta sótt um húsaleigubætur hjá því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili í. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknareyðublöð fyrir nemendur með lögheimili í Borgarbyggð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi. Húsaleigubætur geta numið allt að helmingi leiguupphæðar. Nemendur sem eiga lögheimili í meira en 30 km fjarlægð frá skóla eiga auk þess rétt á dvalarstyrk frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).