Óhefðbundið skólastarf í næstu viku

RitstjórnFréttir

IMG_0718Dagana 27. – 31. október næstkomandi verður skólastarfið í MB með heldur nýstárlegum hætti. Hefðbundin kennsla verður lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara.
Meðal þess sem fram fer í vikunni má nefna heimsókn á Alþingi og þátttöku í kynjafræðiráðstefnu í Reykjavík, spænskt tilraunaeldhús, leiklistarhátíð, ljósmyndun, leikjastofu í tungumálum, þarfagreiningu varðandi nánasta umhverfi skólans, ratleik um Borgarnes, ýmsa hagnýta útreikninga varðandi kosti þess að sækja skóla í heimabyggð, umræður um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, skyndihjálparnámskeið og fleira og fleira.
Vikunni lýkur með uppskeruhátíð föstudaginn 31. október. Þá verður afrakstur vikustarfsins kynntur með ýmsum hætti. Þá verður einnig á dagskránni fyrirlestur kynlífsfræðingsins Siggu Daggar um kynlíf og kynheilbrigði.