Okkar maður í 25. sæti á landsvísu

RitstjórnFréttir

IMG_1443Úrslitakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturinn 2013-2014 fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 8. mars sl.  Þorkell Már Einarsson nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar var í hópi 48 nemenda af landinu öllu sem náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina að afloknum undankeppnum. Þorkell Már hafnaði að lokum í 25. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur.

Þorkell Már, sem einnig tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MB, stefnir að útskrift í vor.