Opið hús í Búðardal

RitstjórnFréttir

20140522_103215Nýverið var nemendum í 8. – 10. bekkjum grunnskólans í Búðardal boðið í heimsókn í húsakynni framhaldsdeildarinnar sem þar er rekin í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Krakkarnir og foreldrar fengu að skoða aðstöðuna og fylgjast með kennslustund í MB. Loks var boðið upp á hressingu. Að sögn Jennyjar Nilson umsjónarmanns framhaldsdeildarinnar tókst heimsóknin afar vel og krakkarnir sýndu skólastarfinu áhuga.